mánudagur, 9. desember 2013

Jólaspenningur

Já ég sit hérna heima og á að vera læra undir próf sem ég hef reyndar verið að gera en aðeins leyft mér að skoða á netinu inná milli. Já ég hef verið að skoða jóla-fallegt. Ég fann hérna snildarskreytingu á súkkulaðiköku. 
Ótrúlega einfalt en samt svo fallegt
Ég er búin að vera skreyta heima hjá mér aðeins.....
Fallegi jólaóróinn frá Georg J. þessi er frá 2012
Fallega jólauglan mín sem ég keypti í Pier


Já það er alltaf gaman að setja upp fallegt jólaskraut. Ég er farin að hlakka mikið til jólana. Elda góðan mat með fjölskyldunni minn, njóta þessa skemmtilega tíma með börnunum mínum ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli