laugardagur, 14. desember 2013

Hitt og þetta

Ég er ein af þeim sem er alltaf að elska að breyta, gera og græja heimilið mitt. Ég væri til í að geta sett heimilið mitt í annan búning á 4 mánaðarfresti. Það er svo margt smart til sem er svo gaman að prófa setja saman og sjá útkomuna.
Mér finnst þessar loðmottur skapa kósý stemningu og allt svo nostur við heimilið gerir það persónulegt.

Dökkir veggir hafa alltaf heillað mig.

Kalkmáling er rosalega falleg en gott er að lakka yfir hana ef hún er sett á vegg eða húsgögn til að binda efnið.

Ég er rosalega hrifin af svona kósý horni sem er búið að dúlla við og er ekta til að hafa það notarlegt með gott blað í hönd.  

Þessi er æði
Hrikalega flott

Engin ummæli:

Skrifa ummæli