Ég hef rosalega gaman að teikna upp eldhúsinnréttingar og stúdera þær mikið. Mér finnst fallegur viður alltaf eiga að vera mikill þáttur í innréttingum. Hann er svo rosalega fallegur og gefur svo mikinn karekter í hönnuna.
Höldulaus eða með höldum setur bæði mikil svip á hönnun en mér finnst fallegur straumurinn sem er í dag, einfaldar línu, form og andstæðan. Mér finnst alltaf fallegra að hafa minna í gangi og leyfa þá hlutunum sem maður er að einblína á að njóta sín.
Vinkona mín gerði rosalega flott í nýja húsinu sínu, hún var með háglans hvítt innréttingu. Mjög hlutlaus og höldulausa, svo klæddi hún vegginn hjá sér með ofsalega fallega hnotu. Svolítið líkt þessu en hún var með enga efri-skápa.
 |
Hérna er notað eik við látlaus hvíta innréttinguna. |
Ég á eftir að skrifa meira um eldhús og kannski sýni ég ykkur mína eldhúsinnréttingu frá grunni, aldrei að vita ;)