laugardagur, 14. desember 2013

Hitt og þetta

Ég er ein af þeim sem er alltaf að elska að breyta, gera og græja heimilið mitt. Ég væri til í að geta sett heimilið mitt í annan búning á 4 mánaðarfresti. Það er svo margt smart til sem er svo gaman að prófa setja saman og sjá útkomuna.
Mér finnst þessar loðmottur skapa kósý stemningu og allt svo nostur við heimilið gerir það persónulegt.

Dökkir veggir hafa alltaf heillað mig.

Kalkmáling er rosalega falleg en gott er að lakka yfir hana ef hún er sett á vegg eða húsgögn til að binda efnið.

Ég er rosalega hrifin af svona kósý horni sem er búið að dúlla við og er ekta til að hafa það notarlegt með gott blað í hönd.  

Þessi er æði
Hrikalega flott

mánudagur, 9. desember 2013

Jólaspenningur

Já ég sit hérna heima og á að vera læra undir próf sem ég hef reyndar verið að gera en aðeins leyft mér að skoða á netinu inná milli. Já ég hef verið að skoða jóla-fallegt. Ég fann hérna snildarskreytingu á súkkulaðiköku. 
Ótrúlega einfalt en samt svo fallegt
Ég er búin að vera skreyta heima hjá mér aðeins.....
Fallegi jólaóróinn frá Georg J. þessi er frá 2012
Fallega jólauglan mín sem ég keypti í Pier


Já það er alltaf gaman að setja upp fallegt jólaskraut. Ég er farin að hlakka mikið til jólana. Elda góðan mat með fjölskyldunni minn, njóta þessa skemmtilega tíma með börnunum mínum ;)

sunnudagur, 8. desember 2013

Eldhús

Ég hef rosalega gaman að teikna upp eldhúsinnréttingar og stúdera þær mikið. Mér finnst fallegur viður alltaf eiga að vera mikill þáttur í innréttingum. Hann er svo rosalega fallegur og gefur svo mikinn karekter í hönnuna.

 










Höldulaus eða með höldum setur bæði mikil svip á hönnun en mér finnst fallegur straumurinn sem er í dag, einfaldar línu, form og andstæðan. Mér finnst alltaf fallegra að hafa minna í gangi og leyfa þá hlutunum sem maður er að einblína á að njóta sín.

         


Vinkona mín gerði rosalega flott í nýja húsinu sínu, hún var með háglans hvítt innréttingu. Mjög hlutlaus og höldulausa, svo klæddi hún vegginn hjá sér með ofsalega fallega hnotu. Svolítið líkt þessu en hún var með enga efri-skápa.
Hérna er notað eik við látlaus hvíta innréttinguna.


Ég á eftir að skrifa meira um eldhús og kannski sýni ég ykkur mína eldhúsinnréttingu frá grunni, aldrei að vita ;)

Ég er í kósý skapi í dag......

Það er einhvað svo rosalega kósý í desembermánuði að hafa fallega kerta skreytingu......


Svo elska ég fallegar gærur, þær gera einhvað svo kósý og eru mjög fallegar.



Ég er mjög mikið að fíla svona dökka veggi í jarðlitum. Mér finnst þeir gera rýmið notalegra. Það er ótrúlegt hvað þeir gera mikið. Ég er búin að taka sjónvarpsherbergið, stofuna og mála þau dökkann ein vegginn.

  
    
Ég er einmitt að hugsa að mála svefnherbergið í svona dökku.......en það kemur í ljós hvað ég geri ;)